Karfan þín

Framhaldstímar á pöllum - Step Challenge!

Brennslutími af erfiðari gerðinni á pöllum sem kemur þér í gott skap. Hér er blandað saman krefjandi danssporum á palli. Þessi tími hentar sérstaklega vel dansunnendum á öllum aldri sem vilja taka vel á því, svitna og skemmta sér. Komdu í World Class Step Challenge með dúndrandi góðri tónlist.

Step Challenge eru fjölbreyttir og krefjandi tímar með mikilli brennslu, góðri tónlist og skemmtilegum danssporum. Frábær leið til að byggja upp þol og styrk og góður undirbúningur fyrir skíðin og fjallgöngurnar!

Kennari er Máni, Zumba og Les Mills kennari. Hann hefur kennt pallatíma síðustu tuttugu árin og er á meðal reyndustu pallakennarar landsins.

Allir velkomnir og kennarinn tekur vel á móti öllum!

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar