Karfan þín

Þriðjudaginn 2. apríl næstkomandi - Á degi einhverfunar verður zumbapartý í World Class Laugum. Á bláa daginn í fyrra dönsuðum við saman til styrktar börnum með einhverfu og í ár ætlum við að sjálfsögðu að endurtaka leikinn

Hægt að er að velja um þrjú aðgangsverð 1000 kr. 2000 kr. og 3000 kr. Allur ágóði rennur beint til málefnisins.

Allir dansarar lenda í lukkupotti og geta unnið glæsilega vinninga og séð verður um að enginn fari þyrstur heim.

Fjörinu stjórnar, af sinni alkunnu snilld zumbakennarinn Friðrik Agni Árnason og honum til halds og traust verða stuðboltarnir og zumbakennarar World class.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar