
World Class býður viðskiptavinum sínum upp á opna Zumbatíma Þessir tímar standa öllum korthöfum hjá World Class til boða án endurgjalds.
Skemmtileg og einföld spor í takt við suðræna tónlist og allir geta tekið þátt.
Í þessum tímum er mikið stuð og mikið fjör og hér er hægt að fá útrás fyrir dansgleðina.
Í sporunum er notast við eigin líkamsþyngd og mikil áhersla er lögð á „core“ svæðið, miðjuna, magann og bakið, og að beita líkamanum sem best.
Hver og ein getur stjórnað sínum hraða og hreyfingum og hvort hún hoppar eða ekki. Miðar út frá sjálfri sér.
Mjög góð þolþjálfun með styrk í bland.
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.