Karfan þín

World Class býður viðskiptavinum sínum upp á opna Zumbatíma. Þessir tímar standa öllum korthöfum hjá World Class til boða án endurgjalds.

Skemmtileg og einföld spor í takt við suðræna tónlist og allir geta tekið þátt.  Í þessum tímum er mikið stuð og mikið fjör og hér er hægt að fá útrás fyrir dansgleðina.

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammakróknum.
  3. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  4. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  5. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  6. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar