Karfan þín

Tíminn byggist á að liðka og lengja vöðva líkamans með fjölbreyttu æfingarkerfi sem frægir þjálfarar hafa notað á fjölmargar stjörnur vestanhafs.  Brennslan byggist á æfingum sem allir geta gert, fjölbreyttar æfingar með eigin þyngd og léttum lóðum, æfingar sem eru sérstaklega hannaðar fyrir kvennlíkamann og eru fyrir konur á öllum aldri. Virkilega fjölbreyttir og skemmtilegir tímar. Tíminn er kenndur í heitum sal.

Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  3. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  4. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  5. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar