Karfan þín

Frábærir tímar þar sem gerðar eru æfingar fyrir kviðvöðva og bakvöðva í heitum sal. Þeir vöðvar eru einna mikilvægastir í að viðhalda góðri líkamsstöðu og vernda hrygginn.  Æfingarnar eru bæði hefðbundnar kvið- og bakæfingar, Peak Pilates æfingar, æfingar á Fit Ball og stöðugleikaæfingar. Æfingar sem henta öllum, bæði byrjendum og þeim sem eru í góðu líkamlegu formi.

Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammakróknum.
  3. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  4. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  5. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  6. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar