
Viltu komast í flott form, verða sterkari og auka liðleika? Þá er Hot-Fit tímar fyrir þig.
Tímarnir eru kenndir í upphituðum sal ca. 37 gráðum. Fjölbreyttar styrktar æfingar sem henta byrjendum sem lengra komnum þar sem hver og einn vinnur með sínar þyngdir og á sínum hraða, engin hopp. Djúpar og góðar teygjur í lok tímans.
Tímar sem henta bæði körlum og konum sem vilja taka vel á og svitna.
Vinsamlegast athugið að Hot Fit er miðatími.
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
- Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammakróknum.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notendur geta einnig hringt og afbókað sig allt að 10 mínútum fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class.
- Mælt er með að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).
- Bannað að ganga inn í salinn ef kennsla er í gangi.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.