Karfan þín

Mix Pilates eru tímar þar sem helstu æfingakerfum Pilates hefur verið blandað saman í einn tíma. Tímarnir eru því gífurlega fjölbreyttir og ganga út á að lengja, styrkja og stæla líkamann. Æfingakerfið er þekkt fyrir að gefa langa og fallega vöðva, flatari kviðvöðva, grennri læri og sterkara bak. Æfingarnar styrkja einnig djúpvöðvakerfi líkamans sem er margsannað að bæti líkamsstöðu, fyrirbyggi meiðsl, veiti betri líkamsvitund og almenna vellíðan.

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  3. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  4. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  5. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar