Karfan þín

Styrktarþjálfun 50 + er alhliða þjálfun fyrir fullorðið fólk sem vill halda í sitt besta sem allra lengst. Lögð er áhersla á að hægja á áhrifum öldrunar svo sem beinþynningu og vöðvarýrnun.

Sterkir fætur forða falli. Vöðvarýrnun í neðri hluta líkamans er ein ástæða þess að jafnvægið minnkar og verður þá meiri hætta á því að detta.  Því er styrktarþjálfun af þessu tagi frábær forvörn og stuðlar að farsælli öldrun. Styrktarþjálfun er fyrir fólk sem er farið að finna fyrir áhrifum öldrunar og einnig fólk sem vill vera skrefinu á undan og vinna sér í haginn í forvarnarskyni. 

Tíminn er kenndur í upphituðum sal þar sem hlýjan tekur á móti þér. Kennari leiðir þig í gegnum fjölbreyttar æfingar sem stuðla að því að viðhalda og bæta hreyfigetu, styrk, þol, lipurð og andlega líðan. Í tímunum verður einnig lögð áhersla á að þátttakendur fái fróðleik um hvað gerist í líkama okkar á efri árum og hvernig rétt hreyfing getur haft áhrif. 

Kennari er Berglind Elíasdóttir, íþróttafræðingur.  Helsta áhugasvið hennar innan fræðanna er öldrun og þjálfun.

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  3. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  4. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  5. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.

 

 

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar