Karfan þín

Nú þegar veturinn er á næsta leyti þá fara áherslur á hlaupaæfingunum að breytast. Hlaupamagnið minnkar og aukinn áhersla verður er lögð á styrktarþjálfun samhliða hlaupinu. Frá og með byrjun nóvember ætlar Kristfríður að leiða styrktarþjálfun fyrir hlaupara á mánudögum frá kl.18:40 – 19:10 strax eftir mánudagsæfingarnar, en einnig er hægt að mæta bara á styrktaræfingarnar.

Notast verður við eigin líkamsþyngd, teygjur og nuddbolta í tímunum þar sem áhersla verður á aukinn vöðvastyrk í fótum, rassvöðvum, mjóbaki og kvið. Með auknum vöðvastyrk aukum við snerpu og einnig vöðvaþolið í lengri æfingum.

Tímarnir fara fram í sal 5 - bakvið Joe & the juice.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar