
Ef þú vilt brjóta upp daginn og endurnæra þig fyrir vinnu eða annað seinnipartinn þá er hádegispúl einmitt fyrir þig.
Í þessum tímum er blandað saman styrktar- og þolæfingum á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Notast er við stöðvaþjálfun, interval þjálfun, tabata þjálfun og æfingar þar sem fólk vinnur saman. Markmið Hádegispúls er m.a. að fá iðkendur til að reyna á sem flesta vöðva líkamans og enginn tími er eins.
Mottó hádegispúls er “ Ef æfingin er erfið þá brosum við bara breiðara”.
Þetta eru klárlega skemmtilegir tímar með miklum átökum.
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.