
Ketilbjölluæfingar eru einföld og árangursrík aðferð til að auka styrk og úthald hratt. Samkvæmt rannsóknum brennir líkaminn 1.200 kaloríum á klukkutíma við að sveifla bjöllum og komast fáar æfingar nálægt því nema ef frá er talin skíðaganga upp brekku. Í þessum tíma eru kenndar 6 grunnhreyfingar með bjöllum; Swing, clean, press, squat, high-pull og snatch. Fyrir utan hefðbundar ketilbjölluæfingar tökum við þolæfingar með bjöllum og eigin líkamsþyngd. Ketilbjöllur eru frábær viðbót með öðrum æfingum.
Erfiðleikastig tímanna miðast við að þátttakendur hafi að minnsta kosti grunnfærni í ketilbjölluæfingum.
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.