Karfan þín

Tímarnir byggja á fjölbreyttum æfingum fyrir allan líkamann þar sem unnið er með bæði þol og styrk. Þessi tegund þjálfunar ýtir undir hámarks brennslu samhliða góðri alhliða vöðvauppbyggingu. Uppbygging tímanna er breytileg en áhersla er á að tímarnir séu fjölbreyttir, skemmtilegir og árangursríkir. Unnið er með eigin líkamsþyngd, teygjur, lóð, palla og stangir. Þetta eru góðir brennslu- og þrektímar fyrir bæði karla og konur. Tilvalin leið til að byrja helgina.

Teygjur í heitum sal -  fáðu meira út úr teygjunni.

Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammakróknum.
  3. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  4. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  5. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  6. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar