Karfan þín

Laugaskokk er hlaupahópur fyrir iðkendur á öllum getustigum, allt frá byrjendum og "lullurum" upp í spretthlaupara og maraþonhlaupara. Hópurinn samanstendur af hlaupurum á öllum aldri, með mismunandi markmið og hvata og því eiga allir að finna sig í hópnum.

Leiðbeinendur hópsins eru Guðmundur Kristinsson, Halla Björg Þórhallsdóttir og Aldís Arnarsdóttir.

 

Mánudagar kl. 17:30 - Sprettæfing

Allur hópurinn hitar upp saman og tekur svo sprettæfingar (interval-æfingar) sem geta verið stuttir sprettir, langir sprettir eða brekkusprettir.

Misjafnt er hvað hópurinn hleypur langt en það er auðvelt að breyta vegalengdinni fyrir þá sem eru óvanir. Eftir sprettæfingarnar tekur hópurinn niðurskokk saman og léttar teygjur í Laugum.

Miðvikudagar kl. 17:30 - Tempóæfing

Hlaupnir eru 5-13km þar sem byrjað er á rólegri upphitun, og hluti vegalengdarinnar svo farinn á vaxandi hraða.  

Laugardagar kl. 09:00 - „Langi túrinn“

Farið er langt og rólega, allt eftir getu hvers og eins. Stundum er hlaupið frá öðrum World Class stöðvum en upplýsingar um það koma þá alltaf fram á Facebook síðu hópsins.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar