Karfan þín

Laugaskokk er hlaupahópur fyrir iðkendur á öllum getustigum, allt frá byrjendum og "lullurum" upp í spretthlaupara og maraþonhlaupara. Leiðbeinendur hópsins eru Kristfríður Rós Stefánsdóttir, Halla Björg Þórhallsdóttir og Guðmundur Kristinsson.

Mánudagar kl.17:30 - Sprettæfing

Allur hópurinn hitar upp saman. Interval æfingar eða sprettir allt frá stuttum sprettum, löngum sprettum og brekkusprettum.

Misjafnt er hvað hópurinn hleypur langt en það er auðvelt að breyta lengdinni fyrir þá sem eru óvanari. Eftir spretti/interval hleypur hópurinn saman og tekur léttar teygjur inni í Laugum.

 

Miðvikudagar kl.17:30 - Tempóæfing

5-13 km venjulega á um 15- 21 km keppnishraða hvers og eins. Deilum stundum tempóæfingunni upp í 2-6 endurtekningar.

 

Laugardagar kl. 09:00 - „Langi túrinn“

Farið langt og rólega, stundum hlaupið frá öðrum World Class stöðvum en upplýsingar um það koma þá alltaf fram á www.laugaskokk.is (Opnast í nýjum vafraglugga) 

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar