
Alhliða æfingar teknar á stöðvum. Toppaðu sjálfan þig í hverri stöð. Fjölbreytni í æfingum skilar árangri. Kraftmiklir tímar fyrir alla sem vilja taka vel á, auka styrk, bæta úthald og brenna. Áhrifarík þjálfun fyrir bæði karla og konur. Æft er í stuttum lotum með mikilli ákefð og leitast við að nota fjölbreyttar alhliða æfingar. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja miðju líkamans.
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.