Karfan þín

Tímarnir byggja á fjölbreyttum æfingum fyrir allan líkamann þar sem unnið er með þol og styrk á víxl. Þessi tegund þjálfunar ýtir undir hámarksbrennslu samhliða góðri alhliða vöðvauppbyggingu. Uppbygging tímanna er breytileg en fjölbreytni í vali æfinga stuðlar að auknum árangri. Unnið er með eigin líkamsþyngd, teygjur, lóð, palla og stangir. Þetta eru góðir brennslu- og þrektímar, tími bæði fyrir karla og konur sem vilja taka vel á og svitna. Allir velkomnir.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar