Karfan þín

*Athugið að tækjasalur lokar 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma

Átak heilsurækt við Skólastíg opnaði í janúar 2010 og var keypt af World Class í janúar 2018. Þar er boðið upp á stóran tækjasal með miklu úrvali af líkamsræktartækjum ásamt lóðum, boltum, TRX, bjöllum, Bosu og öllu því sem þarf til þess að geta æft markvisst. Tveir góðir þolfimisalir eru á Skólastíg og bjóðum við bæði upp á opna tíma og lokuð námskeið þar.
Í stöðinni er fullútbúin aðstaða til að stunda ólympískar- og kraftlyftingar og styrktar- og úthaldsþjálfun. Þar fer fram WorldFit þjálfun og er aðstaðan alltaf opin þegar ekki er þjálfun í gangi (upplýsingar í afgreiðslu og á www.worldclass.is/worldfit). Í World Class við Skólastíg er einnig frábær hjólasalur fyrir spinningtíma.

Aðgangur í Sundlaug Akureyrar er í gegnum búningsklefa World Class á Skólastíg og gildir aðgangurinn því einungis þegar opið er í World Class (og í lauginni). Sólveig Erla Valgeirsdóttir

solveigvalgeirs@gmail.com

821 6332

*Athugið að tækjasalur lokar 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar