Boxing Academy sigrar í öllum flokkum

Hnefaleikafélag Reykjavíkur/World Class Boxing Academy keppti á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum síðastliðna helgi sem haldin var í nýja húsnæði okkar í WCBA. Keppendur HR/WCBA gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í öllum flokkum sem þau kepptu í og voru með 3 íslandsmeistara að móti loknu sem var flest allra félaga.

ÞAÐ SEM STÓÐ UPPÚR:

  • Mikið gaman
  • Mikið saman
  • Bensabikarinn kominn heim

            

Sætur sigur í hamraborginni        

Mikael Helgason sigraði -67kg flokk ungmenna undir 19 ára en hann hefur verið mjög framarlega á Íslandi undanfarin ár og hnefaleikamaður ársins árið 2021, Íris Daðadóttir sigraði -70kg flokk kvenna en þess má til gamans geta að Íris er á sínu fyrsta ári í flokki fullorðinna í hnefaleikum.

WORLD CLASS SIGRAR VORU EFTIRFARANDI

  1. Sigur ú -69k flokki
  2. Sigur í -70kg kvennaflokki
  3. Besti boxari mótsins

 

Það er greinilegt að HR/WCBA eru að gera frábæra hluti og bersýnilegt að verið er að vinna mjög góða vinnu við hnefaleikaþjálfun innan veggja World Class í nýja húsnæðinu okkar beint á móti Kringlunni í World Class Boxing Academy.

kona og barn

Við hvetjum alla til að prufa eitthvað nýtt og bendum á að næsta grunnnámskeið í hnefaleikum fyrir 17 ára og eldri hefst 15.Maí næstkomandi og næsta grunnnámskeið unglinga 12-17 ára hefst 6.Júní.