Karfan þín

Næringarráðgjafi er:

Fríða Rún Þórðardóttir
MS Næringarráðgjafi
ISSA - einkaþjálfari

Það er viðurkennt að árangur í heilsurækt byggir á samspili hugar og líkama. Einnig vitum við að holl næring er mikilvæg svo líkaminn starfi eðlilega og rétt mataræði skapar að minnsta kosti helming árangurs á móti hreyfingunni.

World Class býður uppá næringarráðgjöf sem byggir á 30 mínútna viðtali og eftirfylgni eftir þörfum með matardagbók og styttri viðtölum. Einnig er hægt að koma í reglubundið eftirlit þar sem ummál og fituprósenta er mæld og árangur metinn frá mánuði til mánaðar með útreikningum á hlutfalli vöðva og fitu. Með því má sjá hvort æfingarnar séu að skila tilætluðum árangri.

Mataræði skiptir gríðarlega miklu máli til þess að ná hámarksárangri samhliða líkamsrækt og við hvetjum við þig til þess að bóka tíma ef þig vantar aðstoð við að betrum bæta mataræðið þitt.

Fríða Rún býður uppá viðtöl og mælingar.

Næringarráðgjöf/viðtal: 6.000 kr
Mælingar fyrir korthafa World Class: 2.800 kr.
Mælingar fyrir þá sem eru ekki korthafar World Class: 3.470 kr.

Vinsamlegast hafið samband í 898-8798 eða með tölvupósti á frida@heilsutorg.is varðandi tíma í mælingar og næringarviðtöl.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar