
Almennar spurningar
Hvað er innifalið í korti í World Class?
Korthafar hafa aðgang að öllum opnum tímum á tímatöflu og fá afslátt af lokuðum námskeiðum. Korthöfum í heilsurækt býðst 10% afsláttur á þjónustu snyrti- og nuddstofu Laugar Spa og korthöfum Betri stofunnar býðst 15% afsláttur (gjafabréf eru undanskilin, afsláttur gildir ekki í vefverslun).
Korthafar greiða kr. 5.450.- í stað kr. 7.080.- fyrir stakan dag í Betri stofunni þar sem þeir fá handklæði og baðslopp í hverri heimsókn.
Betri stofan í Laugum
Í Betri stofunni eru sex misheitar blaut- og þurrgufur þar af eru tvær infrarauðrar gufur (infrared sauna). Hver gufa hefur sinn einstaka ilm og má m.a. anda að sér sítrónu, piparmyntu og lavender, svo eitthvað sé nefnt. Ákveðið þema einkennir hverja gufu og þar má m.a. heyra fugla- og lækjarnið, upplifa stjörnuhvolfið sem og sólarupprisu eða hverfa til austurrísku bjálkakofanna.
Í nuddpottinum sem byggður er úr graníti er hægt er að láta þreytuna líða úr sér eða hvíla þreytta fætur í þar til gerðum fótlaugum. Þeir sem vilja ferska upplifun skella sér í kaldan pott eða í heit og köld víxlböð í sérútbúnum klefum, eða baða sig í 6 metra breiðum fossi lystilega hönnuðum af Sigurði Guðmundssyni listamanni. Listilegt handbragð Sigurðar er einstakt og einkennist af handbragði meistara sem á sér engan líkan.
Hvíldarherbergi Betri stofunnar er draumi líkast þar sem íslenskt landslag prýðir veggina ásamt kínversku graníti og listaverkum Sigurðar Guðmundssonar, að ógleymdum arninum sem prýðir miðju stofunnar. Í Betri stofunni er einnig fyrsta flokks veitingaaðstaða, þar sem hægt er að njóta drykkja og veitinga í einstöku umhverfi.
Betri stofan á Seltjarnarnesi
Á Seltjarnarnesi eru 2 þurrgufur, 1 blautgufa, fótabað og afslöppunarbekkir. Betri stofan er innifalin í Betri stofu kortum.
Pottasvæði í Kringlunni
Í Kringlunni er útipottasvæði sem samanstendur af einum heitum potti og einum köldum. Einnig er sauna og infrarauður hitaklefi.
Pottasvæði í Smáralind
Í Smáralind er pottasvæði sem samanstendur af einum heitum potti og einum köldum, blautgufu, þurrgufu og infrarauðum hitaklefa.
Pottasvæði á Tjarnarvöllum
Á Tjarnarvöllum er pottasvæði sem samanstendur af einum heitum potti og einum köldum, þurrgufu og infrarauðum hitaklefa.
Pottasvæði í Vatnsmýri
Í Vatnsmýri er pottasvæði sem samanstendur af einum heitum potti og einum köldum, saunu og infrarauðum hitaklefa.
Pottasvæðin eru innifalið í heilsuræktarkortum.
Hvernig fæ ég kvittun?
Þú getur fengið hana á mínum síðum. Þegar sækja á kvittun á mínum síðum þarf að byrja á að innskrá sig. Þegar viðkomandi er innskráður þá er smellt á "Kortið þitt / Rafræn skjöl" og því næst á "Panta kvittun" ef sækja á nýja kvittun. Eldri kvittanir sem þegar hafa verið sóttar má finna undir "Rafræn skjöl".
Eru kort í áskrift fyrirframgreidd?
Þú greiðir fyrstu greiðsluna á kaupdegi og svo kemur önnur rukkun í lok tímabilsins, sem þýðir að kortin eru fyrirframgreidd.
Er hægt að fara í áskrift bæði með kreditkorti og af bankareikningi?
Já. Þú getur sett inn kortanúmer á debet- eða kreditkorti í greiðsluferlinu.
Hvernig er greiðslufyrirkomulagi á ótímabundnum samningum háttað? *Binditími er 2 mánuðir.
Einn mánuður er fyrirframgreiddur.
Fyrsta greiðslan er gerð á kaupdegi og er staðgreiðsla. Eftirfarandi greiðslur í áskrift greiðast mánaðarlega samkvæmt kaupdegi. Tímabilið miðast við kaupdag hvers viðskiptavinar. Áskriftin heldur áfram þar til skrifleg uppsögn berst, óháð mætingu. Uppsagnafrestur er tveir mánuðir og miðast við næstu mánaðarmót frá uppsögn.
Áskriftargjaldið er innheimt í hverjum mánuði með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða af bankareikningi. Gjaldið er innheimt, óháð mætingu, þar til uppsögn er lögð inn með viðeigandi uppsagnarákvæði.
Takist skuldfærslan fyrir mánaðargjaldinu ekki um mánaðarmót, berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp. Ef þrír mánuðir eru ógreiddir lokast aðgangurinn ásamt því að send er önnur tilkynningu til viðskiptarvinar. Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla tekst.
World Class áskilur sér rétt til verðbreytinga. Áskriftargjald samninga getur hækkað einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun. Hækki World Class gjaldið umfram það getur áskrifandi sagt upp áskriftinni fyrirvaralaust.
Áskriftargjald ótímabundinna samninga má hækka einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun.
Er sama gjald á námskeið fyrir meðlimi World Class og aðra?
Ef þú ert ekki með kort í World Class þá greiðir þú fullt gjald fyrir námskeið. Korthafar fá afslátt af námskeiðum ef kortið er í gildi yfir námskeiðstímann.
Get ég lagt kortið inn?
Við bjóðum ekki upp á innlögn á kortum.
Er fjölskylduafsláttur í boði?
Við bjóðum upp á 5% fjölskylduafslátt af kortum fyrir alla fjölskyldumeðlimi með sama lögheimili.
KORTHAFAR Í BETRI STOFUNNI Fá tvo vinamiða* í Betri stofuna í hverjum mánuði (18 ára aldurstakmark).
KORTHAFAR Í HEILSURÆKT Fá tvo vinamiða* í heilsuræktina í hverjum mánuði (13 ára aldurstakmark).
*ATH. Þegar vinamiðar eru nýttir þurfa korthafar að mæta með vini í næstu afgreiðslu. Ekki er hægt að nota vinamiða í Árbæjarlaug.
Ef keypt er árskort í Betri stofuna býðst maka uppfærsla á heilsuræktarkorti í kort í Betri stofuna á afslætti.
Er frítt í sund fyrir viðskiptavini World Class?
Það er frítt í sund í Laugardalslaug, Lágafellslaug í Mosfellsbæ, Sundhöll Selfoss, Sundlaug Hellu, Árbæjarlaug, Sundlaug Seltjarnarness, Sundlaug Akureyrar og í Breiðholtslaug fyrir korthafa World Class.
Gengur stakur dagur eða mánaðarkort upp í árskort?
Ef þú kaupir annað kort innan viku til 10 daga þá gengur það upp í kortið.
Barnagæsla
Hvenær er barnagæslan opin?
Hægt er að sjá opnunartíma barnagæslu á heimasíðu okkar undir hverri stöð fyrir sig.
Hvar er boðið upp á barnagæslu?
Barnagæsla er í Laugum, Breiðholti, Egilshöll og Tjarnarvöllum. Við erum með barnahorn í Mosfellsbæ, Kringlunni, Smáralind, Vatnsmýri, Ögurhvarfi og Strandgötu Akureyri.
Er hægt að kaupa klippikort í barnagæsluna?
Stakt skipti fyrir barn kostar kr. 400.-. 15 skipta kort kostar kr. 3.010.- 30 skipta kort kostar kr. 5.400.-
Gilda barnagæslukortin á öllum stöðvum?
Já hægt er að nota sama barnagæslukortið í öllum barnagæslum World Class.
Er gildistími á barnagæslukortum?
Þetta eru skiptakort án gildistíma.
Hve lengi er barn í gæslu?
Miðað er við að barn sé ekki lengur en 1,5 tíma í senn í gæslunni.
Frístundakort
Hvernig nota ég frístundakort?
Til að nýta frístundarstyrk í greiðslu fyrir kort eða námskeið er farið inn á https://www.sportabler.com/shop/worldclass og gengið frá ráðstöfuninni þar.
Hvar fæ ég upplýsingar um notkun og ráðstöfun frístundakorts?
Hægt er að nálgast almennar upplýsingar um frístundakortin á næstu World Class stöð. Ef þörf er á frekari upplýsingum um frístundakortin er hægt að senda tölvupóst á arny@worldclass.is
Afgreiðsla
Hvernig kemstu í sund frá Laugum?
Þú notar klefana hjá okkur og ferð beint inn í sundlaugargarðinn eða í innilaugina þaðan.
Eru þið með vatnsglös/brúsa?
Hægt er að kaupa vatnsbrúsa í móttöku World Class. Eins eru litlir drykkjarbrunnar í tækjasölunum.
Hvað er aldurstakmarkið í World Class?
Aldurstakmarkið í tækjasal er 13 ára. Hægt er að fá undanþágu með því að fylla út sérstakt eyðublað hjá stöðvarstjóra hverrar stöðvar.
Er hægt að kaupa boozt á öllum stöðvum World Class?
Laugarbarinn býr til margar tegundir af boozti í Laugum. Hægt er að kaupa drykk mánaðarins í Egilshöll, Kringlunni, Smáralind, Ögurhvarfi, á Selfossi, Seltjarnarnesi, Skólastíg, Strandgötu Akureyri, Vatnsmýri og Tjarnarvöllum.
Er hægt að leigja eða kaupa lása?
Hægt er að kaupa lása á kr. 2.500.- Við leigjum einnig lása, þú greiðir kr. 2.500.- fyrir leiguna en færð kr. 2.000.- til baka við skil gegn framvísun greiðslukvittunar.
Þarf ég að bóka mig í tíma?
Já það þarf að bóka sig í allflesta tíma. Nánar um tímabókanir, biðlista & skammarkrók hér.
Betri Stofan
Ég er í Betri stofunni og fæ handklæði þar. Fæ ég handklæði á öllum stöðvum World Class?
Fyrir Betri stofu gesti er hægt að fá handklæði í móttökunni á öllum okkar stöðvum.
Hvað kostar fyrir hópa í Betri stofuna?
Hópaverðið í Betri stofuna miðast við 10 manns og fleiri. Fyrirspurnir og bókanir berist til gisli@worldclass.is
Þjálfarar
Hvað kostar að fá þjálfara í sal til að kenna mér á tækin?
Þjálfari í sal er innifalinn við kaup á korti. Þú einfaldlega pantar tíma í gegnum tímatöfluna á worldclass.is og þjálfarinn kennir þér á tækin.
Hvert á að snúa sér til að fá einkaþjálfun?
Einkaþjálfarar eru verktakar og eru á heimsíðu okkar undir „einkaþjálfun“. Sjá hér
Er boðið upp á líkamsmælingar hjá World Class?
Já, þú getur fengið upplýsingar um einkaþjálfara sem bjóða uppá mælingar í næstu afgreiðslu.
Er boðið upp á næringarráðgjöf hjá World Class?
Já hér má lesa allt um næringarráðgjöf hjá World Class.
Hvernig veit ég hvaða einkaþjálfari er á hverri stöð?
Hægt er að velja stöð á einkaþjálfarasíðunni og þá koma bara þeir einkaþjálfarar upp sem þjálfa á hverri stöð fyrir sig.
Hvað kostar að fara í einkaþjálfun?
Einkaþjálfarar gefa upp verð.
Hvað geta margir verið saman hjá einkaþjálfara í einu?
Einn til fjórir geta verið hjá einkaþjálfara á sama tíma.
Hvar greiði ég fyrir einkaþjálfun?
Allar greiðslur fyrir einkaþjálfun fara í gegnum viðkomandi einkaþjálfara.
Þarf ég að eiga kort til að fara í einkaþjálfun?
Til að nýta sér þá einkaþjálfara sem starfa hjá World Class þarf viðkomandi að vera með kort í World Class.
Hvað er innifalið í einkaþjálfun?
Fitumæling, ummálsmæling, vigtun, matarráðgjöf, æfingaráætlun og gott aðhald. Hver einstaklingur hefur mismunandi þarfir og leitar einkaþjálfarinn leiða til að þjálfa viðkomandi upp eftir hans þörfum og óskum.
Opnir hóptímar
Við erum með rafrænt bókunarkerfi í alla tíma World Class. Þú getur bókað þig í tíma í gegnum heimasíðuna okkar, símann þinn og í gegnum iPad. Þú verður að mæta minnst 5 mínútum fyrir tímann.
Hvernig virkar skammarkrókurinn?
Ef ekki er mætt í bókaðan tíma á viðkomandi á hættu að lenda í skammarkróknum. Það þýðir að viðkomandi getur ekki bókað sig í tíma næstu átta daga. Hægt er að afbóka tíma á vefnum allt að 60 mínútum áður en tíminn á að hefast, einnig er í boði að hringja til þess að afbóka.
Gott er að hafa í huga að í raun byrja tímar 5 mínútum fyrir auglýstan tíma í tímatöflu þar sem laus pláss eru gefnir 5 mínútum áður en tími hefst
Er hægt að skrá sig á biðlista í opna tíma?
Já boðið er upp á þann valkost að skrá sig á biðlista þegar tími er fullur. Þegar þú skráir þig á biðlistann birtist gulur gluggi þar sem þú getur skráð þig af biðlistanum. Hægt er að komast inn í tíma allt að klukkutíma fyrir áður en hann hefst.
ATH. Biðlistinn á einungis við þegar korthafar skrá sig í tíma á vefnum. Hann gildir ekki í afgreiðslu. Ef viðkomandi kemst ekki inn í tíma af biðlista er alltaf hægt að koma í afgreiðslu 5 mínútum fyrir tíma og biðja um laust pláss ef einhver eru.
Eru opnir tímar á tímatöflu innifaldir í kortinu?
Já við erum með mikið úrval opinna hóptíma við allra hæfi á stundatöflu sem eru innifaldir í kortum og námskeiðum.
Eru hóptímar kenndir á löggildum frídögum?
Öll kennsla fellur niður á rauðum dögum nema annað sé tekið sérstaklega fram.
Hvaða tímar eru í boði?
Við erum með yfir 500 opna tíma í boði í viku hverri. Hægt er að sjá tímatöflur á heimasíðunni undir hverri stöð fyrir sig.