Karfan þín

Líkamsmeðferðin:
Sogæðanudd, Endermologie-aðferð með tæki sem heitir LPG Cellu M6. Meðferðin felst í því að auka súrefnisflæði í húðinni og koma blóðflæðinu af stað sem hjálpar til við að losa um hnúta og stíflur sem orsakast meðal annars af slæmu mataræði, lítilli hreyfingu og hormónabreytingum. Tækið vinnur vel á appelsínuhúð og húðin verður stinn og heilbrigð.

Meðferðin líkist helst djúpu nuddi.
Endermologie-meðferðin hefur hlotið náð hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu (F.D.A) sem áhrifaríkasta meðferðin við appelsínuhúð, hrukkum og misfellum í húð.

Endermologie-tæknin hefur verið notuð í yfir 20 ár og yfir 95.000 meðferðir eru gerðar daglega um allan heim.
Það eru þó sumir sem ekki mega hljóta svona meðferð. Ófrískar konur/konur með barn á brjósti, fólk á blóðþynningar­lyfjum, blóðrásarsjúklin­gar/æðakerfis­sjúklingar, krabbameinssjú­klingar og alnæmissjúklingar. Ef þú ert með einhvern sjúkdóm skaltu hafa samband við lækni áður en þú þiggur meðferð.

 

Ekki bara fyrir konur!
Karlmenn njóta einnig góðs af meðferðinni. Staðbundin fita, hliðarspik o.fl. geta verið atriði sem angra karlmenn. Þrátt fyrir að hafa góð efnaskipti í líkamanum, hreyfa sig reglulega og borða hollan mat þá eiga karlmenn það til að safna fitu á ákveðnum svæðum sem erfitt er að eiga við.

Tækin eru frá LPG í Frakklandi. LPG er leiðandi fyrirtæki á þessu sviði með starfsemi í 110 löndum þar sem framkvæmdar eru yfir 100.000 meðferðir daglega.

LPG hefur sl. 25 ár verið að þróa og betrumbæta meðferðir sínar. Laugar Spa leggur mikið upp úr því að þjálfa starfsmenn og fær reglulega erlenda þjálfara til landsins sem eru sífellt að bæta við þekkingu starfsmanna. Auk þess er mikil áhersla lögð á að uppfæra stöðugt tækjabúnað til að uppfylla þær kröfur sem LPG setur hverju sinni. Gífurlegar framfarir hafa orðið á tækjabúnaði síðastliðin ár. Tækninni fleygir ört áfram á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum, og því mikilvægt að geta boðið viðskiptavinum upp á meðferðir í nýjustu og mest þróuðu tækni sem fáanleg er í dag.

Erlendis fara bæðin kynin jafnt í meðferðir og eru karlmenn ekki síður að nýta sér andlitsmeðferðina. Sportnuddið er mjög vinsælt hjá karlmönnum og íþróttafólki. Margir fótboltamenn fara reglulega í meðferð hjá LPG og þess má geta að Zidane, fyrrverandi leikmaður í franska fótboltalandsliðinu er talsmaður þessarar meðferðar í Frakklandi.

LPG Andlitsmeðferð - stakur tími

Sogæðanudd sem hjálpar til við að losa um stíflur.

Verð 12.590 kr.

LPG Líkamsmeðferð - stakur tími

Meðferðin felst í því að auka súrefnisflæði.

Verð 12.590 kr.

LPG Andlitsmeðferð 5 skipti

Sogæðanudd sem hjálpar til við að losa um stíflur sem orsakast td. af slæmu mataræði.

Verð 56.650 kr.

LPG Líkamsmeðferð 5 skipti

Meðferðin felst í því að auka súrefnisflæði.

Verð 56.650 kr.

LPG Andlitsmeðferð 10 skipti

Sogæðanudd sem hjálpar til við að losa um stíflur.

Verð 112.450 kr.

LPG Líkamsmeðferð 10 skipti

Meðferðin felst í því að auka súrefnisflæði.

Verð 113.310 kr.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar