Saltnuddið fjarlægir dauðar húðfrumur, hreinsar svitaholur, vekur háræðakerfi húðarinnar og örvar sogæðakerfið. Saltskrúbburinn (Lemongrass/Sweet amber) er einstaklega ríkur af magnesíum og hefur yfir 300 ensím sem eru líkamanum mikilvæg. Það er sérlega gott að fá nudd í framhaldi af saltmeðferð og því fylgir gott slökunarnudd í kjölfarið. Þessi meðferð gefur aukna orku og er sérlega góð við lið- og gigtarverkjum.
Aðgangur að Betri stofunni er innifalinn.
Lengd: 75 mínútur.