WorldFit Mömmur
WF Mömmur eru tímar fyrir nýbakaðar mæður og börnin þeirra sem vilja koma sér fljótt í form eftir barnsburð og verðandi mæður sem hafa fulla hreyfigetu á meðgöngunni.
Tímarnir eru hannaðir til að bæta styrk og úthald, auka hreyfigetu og bæta almenna líðan. Það er tekið hressilega á því með styrktaræfingum og úthaldslotum. Þjálfari hefur Pre/Postnatal Fitness Specialist og Core Confidence Specialist réttindi og nokkurra ára reynslu af CF þjálfun.
Kringlan
Mán: 10:00
Mið: 10:00
Fös: 10:00
Tjarnarvellir
Þri: 10:00
Fim: 10:00
Lau: 10:00
Rík áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu og passað að hver meðlimur framkvæmi æfingar eftir eigin getu.
Meðlimir WF Mömmur fá aðgang að lokuðum hóp og eru mömmutímar í boði 6 daga vikunnar, kennt bæði í Kringlunni og á Tjarnarvöllum. Mælt er með að mæta 3x í viku eða eftir eigin getu.
ATH: Nýtt tímabil hefst í byrjun hvers mánaðar og er hægt að kaupa mánuð í senn eða vera í áskrift.
Verðskrá
Stakur mánuður*: 13.390 kr.
Mánuður með World Class korti: 26.540 kr.
Áskrift (aðeins selt í afgreiðslum Worldclass)*: 7.100 kr. á mánuði
(binditími er tveir mánuðir)
Áskrift með World Class korti: 14.970 kr.
*Verð fyrir korthafa World Class.