
Af hverju WorldFit?
WorldFit er fyrir alla þar sem erfiðleikastig æfinga er aðlagað hverjum og einum. Þannig getur afreksíþróttafólk og byrjendur æft hlið við hlið af sömu ákefð. WorldFit er kennt í Svarta boxinu í World Class Kringlunni, glænýrri aðstöðu í World Class Tjarnarvöllum og í World Class Akureyri.
Í WorldFit öðlast þú aukið alhliða hreysti með fjölbreyttum æfingum allt árið um kring. Æfingarnar samanstanda meðal annars af kraflyftingum, þolþjálfun, ólympískum lyftum og fimleikahreyfingum.
Vinsamlegast athugið eftirfarandi skilyrði:
1. Til að gerast WorldFit meðlimur skal ljúka upprifjunar- og grunnnámskeiði WorldFit
2. Meðlimir WorldFit þurfa að eiga kort í World Class.