Appið

Abler

World Class hefur tekið í notkun nýtt meðlimakerfi og býðst núna notendum að nota smáforritið Abler í símanum sínum til að skrá sig í tíma og halda utan um aðganginn sinn hjá World Class. Vonum við að þetta auki dugnað og ánægju meðlima World Class.

Til að nýta nýja kerfið þurfa notendur að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í tímatöflu eða appi. Eftir það geta notendur skráð sig í tíma eins og áður á síðunni eða í Abler appinu.

Tímaskráning í vasanum

World Class notendur geta nú einnig skráð sig í tíma í Sportabler appinu.

Ná í Sportabler:

Bóka tíma í appinu

  • Abler appið opnað - farið á heimaskjáinn eða smellt á húsið sem er neðst vinstra megin á skjánum.
  • Smellt á “Bóka tíma” uppi í hægra horninu - þá opnast tímataflan.
  • Smellt á ,,Bóka‘‘ hnappinn hjá æfingunni sem þú vilt skrá þig í - tíminn birtist þá í appinu þínu.