Karfan þín

Dansstúdíó World Class

Dansnám fyrir danshópa 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára, 16 plús og 20 plús.

DANSSTÍLAR

Contemporary / Jazz / Jazz Funk / Lyrical / Modern / Commercial dansar

Markvisst og framsækið dansnám þar sem þú lærir af þeim bestu. Við komum þér áfram í danssenunni á Íslandi og hjálpum þér að ná árangi.

SKIPULAG DANSNÁMSINS

Hver danshópur fær þrjá kennara þar sem önnin er lotuskipt. Hver kennari tekur fyrir ákveðinn dansstíl sem hann sérhæfir sig í.  Áherslan er lögð á dýpri skilning á hverjum dansstíl og er danskennslan markviss í hverjum tíma.

VALTÍMAR

Markmið valtíma er að auka skilning og getu í tækniæfingum og túlkun. Valtímar eru ætlaðir til þess að auka árangur nemenda og vald þeirra á þeim æfingum sem kennarinn leggur fyrir í danstímum. Áherslur valtíma eru mismunandi í hverri viku þar sem farið verður í tækni nútímadansi, túlkun og tjáningu, einangrun vöðvahópa í commercial dönsum, uppbyggingu í kóreógrafíu og acrobatic (grunnæfingar í fimleikum).

MASTER CLASS

Þessir tímar eru á hæsta flækjustigi og eru 90 mínútna danstímar þar sem eingöngu er lagt áherslu á kóreógrafíu. Tímar fyrir alla nemendur sem er 13 ára og eldri sem hafa brennandi áhuga og vilja bæta sig.

Til þess að geta hafið dansnám þarf að ganga frá skráningu og greiðslu áður en námskeið hefst. Um takmarkað pláss er að ræða í alla danshópa og því hvetjum við alla eindregið til þess að ganga frá skráningu hið fyrsta.  Við tökum ekki frá pláss fyrir nemendur.

BIÐLISTI

Ef þú getur ekki gengið frá skráningu rafrænt hér á síðunni vegna þess að námskeið er nú þegar orðið fullt, þá hvetjum við þig til þess að senda okkur póst á netfangið, dwc@worldclass.is, og við skráum þig á biðlista. Við munum svo hafa samband ef pláss losnar í viðkomandi danshóp.

VIRKNI SKRÁNINGAR

Sjá dwc.is

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar