Karfan þín

Menntun: 

  • ISSA Personal trainer (CPT)
  • ISSA Fitness Coach
  • ACE Personal trainer
  • Íþróttabraut FB

Námskeið:

  • ISSA einkaþjálfarapróf 2000
  • Life Fitness einkaþjálfaranámskeið I og II 2001-2002
  • Knattspyrnuþjálfun barna KSÍ
  • Triggerpunktanámskeið 2004
  • Skyndihjálparnámskeið RKÍ
  • Nuddnámskeið hjá Mími
  • ACE

Sérhæfing: 

Ég er hvað þekktastur fyrir störf mín með fitness- og vaxtarræktarfólk en keppendur hafa undir minni leiðsögn unnið alla helstu titla sem sem eru í boði í þessu sporti þeas heimsmeistaratitil, evrópumeistaratitla, Arnold classic titla, orðið norðurlandameistarar sem og fleiri Íslands- og bikarmeistarar en ég hef tölu á. Þess má geta að þrír af mínum keppendum hafa unnið sér inn atvinnumannastatus hjá IFBB PRO, en einungið fjórir Íslendingar hafa þann status.


Ég hefur einnig séð um styrktarþjálfun fyrir íslenska ólympíufara, knattspyrnufólk sem og annað íþróttafólk.


Ég hef verið að taka að mér kvikmyndaleikara sem þurfa að koma sér í hörkuform á stuttum tíma með mjög góðum árangri.


Einnig hef ég unnið með fyrirtækjum eins og Ölgerðinni, Arion banka, Hagkaup og 10-11 með ýmiskonar námskeið sem er frábær leið fyrir fyrirtæki til að skapa góða hópa stemningu og þjappa fólki saman ásamt því auðvitað að stuðla að auknu heilbrigði starfsmanna sem skilar sér í færri veikindadögum og betri líðan í vinnu.


Undanfarið hef ég verið mjög upptekinn af “anti-aging” og hvað við getum gert til að hægja á öldrun og niðurbroti líkamans með markvissri þjálfun, næringu og bætiefnum og út frá því hef ég verið að færa mig mikið í þjálfun á 45+ fólki sem hefur áhuga á að lifa sínu besta lífi með því að hámarka form sitt og útlit og um leið gera líkamann sem hæfastan til að takast á við þær kröfur sem við mætum þegar líkaminn eldist.


Fyrir þá sem vilja þá er ég í samstarfi með Jens Guðmundssyni lækni hjá Nordic group sem getur séð um ítarlegar rannsóknir á heilsu þinni allt frá blóðprufum til DNA rannsókna og allt þar á milli. Með þessar upplýsingar er svo hægt gera vinnuna í salnum enn skilvirkari.


ATH!! rannsóknir hjá Jens eru ekki innifaldar í verði þjálfunar.

Reynsla:

Ég hef starfað sem einkaþjálfari hjá World class í fullu starfi í 25ár eða síðan árið 1998.
Sigursælasti fitness þjálfari á Íslandi.
5x Íslandsmeistari í vaxtarrækt.
2x Íslandsmeistari unglinga í kraftlyftingum. Spilaði með yngri liðum Íslands í knattspyrnu.
Var í unglinga landsliðinu í frjálsum íþróttum.

Ef þú ert að leita þér að reynslumiklum þjálfara sem er vanur að ná árangri með sína viðskiptavini þá gæti ég verið þinn maður.

Þjálfar í/á: 

Laugum

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar