Mikael Brune
Nýútskrifaður íþróttafræðingur með ástríðu fyrir líkamsrækt og að hjálpa fólki ná þeim árangri sem það vill.
Menntun: Íþróttafræði B.Sc frá Háskólanum í Reykjavík
Námskeið: Strength System Level 1 by Sebastian Oreb
Sérhæfing:
Ég legg mikla áherslu á að aðstoða fólk við að setja raunhæf markmið sem hægt er að ná, sama hvort það sé að:
- Styrkjast
- Byggja vöðvamassa
- Skera niður fitumassa
- Bæta almenna heilsu
- Komast á skemmtilega og árangursríka æfingu
Ég vill að allir framkvæmi æfingar rétt og ég legg mikla áherslu á meiðsla fyrirbyggjandi æfingar og upphitun, við erum í þessu til lengri tíma en ekki styttri. Æfum vel, fyrirbyggjum meiðsl og höldum heilsu til lengri tíma.
Reynsla:
Lyftingar frá 15 ára aldri
Tvisvar sinnum keppt í fitness, 3. sæti íslandsmeistaramót 2019
Hef æft allskyns íþróttir frá unga aldri, þar má helst nefna fótbolta, samkvæmisdans og amerískan fótbolta
Áhugamál:
Mín helstu áhugamál eru íþróttir, líkamsrækt og næring. En fyrir utan það þá hef ég mikinn áhuga á tónlist, tísku og ferðalögum, bæði innan- og utanlands.
Þjálfar í:
- Laugum
- Kringlunni
- Vatnsmýri