Karfan þín

Menntun:
- Stúdentspróf af Náttúruvísindabraut
- Einkaþjálfararéttindi frá Einkaþjálfarskóla World Class
- Hóptímakennararéttindi
- Skyndihjálparnámskeið.
 
Sérhæfing: 
- Einkaþjálfun
- Hópþjálfun, 2 - 3 saman
- Fjarþjálfun
 
Ég sérhæfi mig í að hjálpa fólki, byrjendum sem lengra komna, að bæta bæði þol og styrk með fjölbreyttum æfingum þar sem notast er við lóð og líkamsþyngd. Ég legg mikið upp úr því að hver æfing sé skemmtileg, að þú lærir að framkvæma fjölbreyttar æfingar rétt, og hver einasta mínúta sé nýtt.  Það sem þú færð í þjálfun hjá mér eru æfingar með mér í hverri viku með þín markmið í huga, hvort sem þig langar að byggja þig upp, léttast eða auka þol, ráðleggingar varðandi mataræði, mælingar og eftirfylgni.
 
Reynsla: 
Hef yfir 10 ára reynslu í styrktarþjálfun, og æft íþróttir frá 6 ára aldri. Er mjög reynd í æfingum sem leggja áherslu á að styrkja og byggja upp neðri líkama og kvið. 
Áhugamál: 
Allt sem viðkemur heilsu og hreyfingu, en einnig tíska, förðun, tónlist, útivera og ferðast sem dæmi. 
 
Uppáhalds matur: 
Mexikóskur
 
Uppáhalds tónlist: 
Er fyrir allskonar tónlist en hlusta mest á hip hop, eins og French Montana, Future og Drake.
 
Guilty pleasure: 
verð að segja súkkulaði eða góð pizza..
 
Þjálfar í/á: 
Ég er aðallega í Laugum, en er opin fyrir að þjálfa í Kringlunni, Vatnsmýri og Seltjarnarnesi ef aukin eftirspurn er þar. 
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar