Fyrstu skrefin í ræktinni
Barnahorn
Barnagæsla
Barnagæsla
Aukin þjónusta
Hjá World Class leggjum við okkur fram við að vera fyrir alla. Við vitum hversu marga bolta fjölskyldur þurfa að halda á lofti og bjóðum við því upp á barnagæslu á nokkrum af stöðvunum okkar. Hægt er að kaupa stakt skipti eða 15 og 30 skipta kort í afgreiðslu. Hægt er að sjá opnunartíma undir hverri stöð. Barnagæsla er í Breiðholti, Egilshöll, Laugum og Tjarnarvöllum.

Reglur barnagæslu
Barnahorn
Barnahorn eru á stöðvunum okkar í Mosfellsbæ, Ögurhvarfi og við Strandgötu Akureyri.
Barnahornin eru fullkomin fyrir börn sem geta leikið sér án eftirlits. Boðið upp á leikföng og sjónvarp svo börnin geta dundað sér á meðan foreldrar skreppa í sín leiktæki. Opnunartími barnahorns er svo sami og á stöð.

Reglur barnarhorns

Krílin með í tíma
Við bjóðum upp á fjölda námskeiða og tíma sem eru ætlaðir verðandi eða nýbökuðum mæðrum þar sem börnin eru velkomin með.
Bjóðum við upp á WorldFit Mömmur og þess á milli eru reglulega að hefjast námskeið þar sem börnin eru velkomin með.