Hvað er World Class Boxing Academy?
Okkar áherslur
Nýverið gengu World Class og Hnefaleikafélag Reykjavíkur í samstarf og er til húsa á efri hæðinni í Gömlu Kringlunni. Auðvelt er að segja að það sé allt til alls og nóg pláss.
Boðið verður upp á fjölbreytt úrval tíma. En þeir eru Unglingabox fyrri 13-16 ára (Grunnnámskeiði og Framhaldstíma), Box fyrir 17 ára og eldri (Grunn og Framhaldstíma) og Keppnishópa.
Einnig er boðið upp á svokallaða Boxing Conditioning og BoxFit en þeir tímar eru einu tímarnir sem krefjast engrar tæknikunnáttu og óþarft að klára grunnnámskeið til að taka þátt í. Þegar húsið er opið og engir tímar í gangi í töflu er frjálst að mæta og taka æfingu í aðstöðunni en mikil áhersla er lögð á að reglum sé fylgt.
Kennt er eftir miklu og góðu agakerfi sem hefur reynst mjög vel hjá þjálfurum undanfarin ár og skilað miklum árangri en markmið þjálfunarinnar er mikil blanda þess að móta sterka boxara en á sama tíma byggja upp sterka einstaklinga. Mikil áhersla er á öryggi og allt á æfingum framkvæmt undir miklu eftirliti.
Boxing Academy þjálfarar
Davíð Rúnar er yfirþjálfari WCBA en hann er einn reyndasti hnefaleikakennari landsins með yfir 17 ára reynslu úr greininni bæði sem keppandi og kennari. Þórarinn Hjartarson er aðstoðaryfirþjálfari með meira en áratuga reynslu í greininni með góðum árangri.
Rétta kortið fyrir þig
Fyrir byrjendur | Fullorðnir
Til að geta tekið þátt í einhverjum tímum sem heita „Framhald“ eða „Keppnis (CT)“ þá þarf að hafa lokið Grunnnámskeiði hjá World Class Boxing Academy eða með sambærilegu móti annarsstaðar. Ef að iðkendur eru óvissir um hvort að þeir séu tilbúnir í svokallaða framhaldstíma er alltaf hægt að óska eftir að hitta þjálfara sem þá metur stöðuna og getur þá ákveðið það í sameiningu með iðkanda beri svo við.
Í grunnnámskeiðinu er farið ítarlega yfir öll helstu grunnatriði hnefaleika: rétt vörn, fótavinna og hvernig á að kýla rétt.
Frír prufutími er í boði fyrir alla.
Grunnnámskeið Boxing Academy
Meðlimir Boxing Academy þurfa að eiga kort í World Class.
Tímar í Boxing Academy
Framhaldstímar
Í þessum tímum er farið dýpra í tækniatriði í ólympískum hnefaleikum en allir sem mæta í þessa tíma verða að hafa lokið grunnnámskeiði í hnefaleikum þar sem að farið er skrefi lengra en í grunnnámskeiðum í bland við enn flóknari tækniatriði í greininni en mikið er lagt upp úr öryggi iðkenda. Þessir tímar eru mjög góður grunnur til að undirbúa iðkendur í að mæta til æfinga með keppnishóp kjósi þeir að gera það þegar þeir hafa náð nægri tæknilegri kunnáttu að mati þjálfara.
Búnaður sem þarf að hafa: Almenn íþróttaföt, boxanskar, tannhlíf, vafningar og höfuðhlíf.
BoxFit
Opnir öllum meðlimum Boxing Academy
Í tímunum er blandað saman einföldustu höggunum í boxi og fjölbreyttum, skemtilegum og krefjandi æfingum í bland með möguleika á að gera einfaldari eða flóknari útgáfur af æfingum hverju sinni. BoxFit hentar öllum óháð aldri og reynslu í líkamsrækt. Ekki þarf að hafa lokið grunnnámskeiði til að taka þátt.
Kort og áskriftir
Til að skrá sig í Boxing Academy þarf að hafa lokið grunnnámskeiði. Einnig þurfa iðkendur að vera korthafar í World Class.
Gellubox
Gellubox (female only) : Í þessum tímum er ekki krafist þess að hafa neina reynslu úr boxi og getur hver sem er mætt en þessir tímar eru „female only“. Í tímunum er farið lauslega yfir grunnhreyfingar í boxi og þaðan gert skemtilegar æfingar með boxi blandað saman við mjög fjölbreyttar þrekæfingar og æfingar sem þekkjast í „cardiobox“ æfingum og auðvelt að segja að um sé að ræða virkilega skemtilega viðbót við æfingaflóruna og ólíkt öllu öðru.
Hægt er að kaupa 12 skipta kort fyrir þá sem eru ekki korthafar í World Class en korthafar þurfa bara að bæta við sig viðbótarkorti WCBA og mæta í alla opna tíma að vild.
Gellubox
Einungis í boði fyrir þá sem eru ekki með World Class kort
Box Unglingar
Fyrir 13-16 ára
í þessum tímum er farið yfir öll helstu grunnatriðin í hnefaleikum : rétt vörn, fótavinnu og hvernig á að kýla rétt. Kennt er sérstaklega út frá svokölluðu „Diploma“ kerfi en þar er alfarið unnið út frá tæknilegri kunnáttu og bannað að kýla fast til að tryggja öryggi iðkenda. Iðkendur með engan grunn ljúka 10 vikna grunnnámskeiði áður en þeir fara í framhaldshópinn. Mikið er lagt upp úr því að iðkendur fylgi ströngu aga og reglukerfi sem þjálfararnir okkar hafa mótað í gegnum margra ára reynslu með mjög góðum árangri.
Grunnámskeiðið er sett upp sem 10 vikur og þeir sem eru með engan grunn ljúka 8 vikna grunnnámskeiði áður en þeir fara í framhaldshópinn í 2 vikur beint að grunnnámskeiði loknu, ef að iðkandi er áberandi fljótur að læra eða þá að hafa einhvern grunn úr boxi áður þá geta þeir iðkendur farið fyrr inn í framhaldshópinn.
Búnaður sem að þarf að hafa: Almenn íþróttaföt, boxanskar, tannhlíf og vafningar. Í grunnnámskeiði geta iðkendur fengið lánaða hanska.
Kort og áskriftir
Meðlimir Box Unglinga þurfa ekki að eiga kort í World Class. Iðkendur þurfa að hafa lokið grunnnámskeiði
Box Krakkar
Krakkabox er hugsað sem skemtileg útrás fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára** þar sem þau læra grunntökin í hnefaleikum í bland við skemtilega leiki sem auka samhæfingu og undirbýr þau fyrir næstu skref í greininni. Við í Hnefaleikafélagi Reykjavíkur/World Class Boxing Academy erum mjög stolt af agaeflandi umhverfinu sem við höfum náð að skapa í kringum starfið okkar og vinnum einnig eftir því í Krakkabox tímunum okkar. Það er tilvalið fyrir foreldra að setjast niður í nýja foreldra og barna rýmið okkar og slaka á á meðan krakkarnir taka æfingu í Krakkaboxi.
Þjálfarar í Krakkaboxi eru Baldur Hrafn Vilmundarson formaður Hnefaleikafélags Reykjavíkur og fyrrum Íslandsmeistari og með honum er Gabríel Waren landsliðsmaður og fyrrum Icebox champion.
**Við tökum alveg á móti yngri iðkendum í samráði við forráðamenn að því gefnu að yngri iðkendur treysti sér til að æfa með aðeins eldri.
Krakkabox
Í kaupferlinu geturðu auðveldlega valið að nýta frístundastyrkinn.
Markmið þjálfaranna er einfalt, að bjóða alla velkomna til að læra hnefaleika óháð tæknikunnáttu og á sama tíma stækka keppnisliðið enn meir.“
Frístundastyrkur
Frístundastyrkir Til að nýta frístundastyrkinn þarf kort að vera í 3 mánuði eða lengra tímabil (samningurinn er bundinn í lágmark 3 mánuði). Hafnarfjörður – versla þarf kort í afgreiðslunni og fá kvittun, fara inná mínar síður á Hafnarfjordur.is í umsóknir og sækja um frístundastyrk.
Önnur bæjarfélög velja frístundastyrk í greiðsluferlinu.