Hvað er Pilates Club?

World Class Pilates Club býður upp á fjölbreytt, skemmtilegt og árangursríkt æfingakerfi á Pilates Reformer æfingabekkjum. Pilates á okkar hátt: stemningstónlist, infrared hlýja, krefjandi vöðvaæfingar, kraftmiklar hreyfingar og ljós sem dansa í takt við tónlistina. Stilltu þig, lengdu og styrktu. Pilates Club kort veitir aðgang að öllum opnum tímum World Class Pilates Club. Skráðu þig í tíma í gegnum tímatöfluna í Abler appinu eða hér á síðunni.

Align, lengthen, strengthen.

Okkar áherslur

Við leggjum áherslu á vinalegt og hvetjandi æfingaumhverfi. Í Reformer tímum leiðir þjálfari iðkendur í gegnum upphitun og dagskrá tímans, hvetur áfram og stuðlar að persónulegum árangri hvers og eins. Ef þú vilt tilheyra öflugu heilsusamfélagi, viðhalda fjölbreyttri æfingarútínu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl, þá er Pilates Club fyrir þig!

Verð og tímar

Pilates Club áskrift býður upp á sveigjanlegar og aðgengilegar æfingar alla daga vikunnar fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Hægt er að skoða tímatöflu hér. Pilates Club salurinn er staðsettur á efri hæðinni í Laugum. Fyrir fyrsta tímann þinn mætir þú 10 mínútum fyrr og færð stutta kynningu og leiðbeiningar. Gripsokkar eru nauðsynlegir í tímum. Þú getur keypt þá hér.

Verð: 9.400 kr./mán
Ath. Þarf World Class kort. Aldurstakmark 16 ára.

Kaupa áskrift

Stakir tímar
Hægt að kaupa stakan tíma ef laus pláss eru innan við 50 mín fyrir tímann. Bóka í afgreiðslu Lauga eða með símtali.

Verð:
• 7.900 kr. með World Class korti
• 10.960 kr. án korts