Unglingahreysti - Egilshöll
Tegund
Námskeið
Lengd
12 vikur
Skráning í Unglingahreysti - Egilshöll
Innifalið með skráningu á námskeið:
- Vönduð kennsla og fræðsla.
- Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
- Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Hellu, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.
- 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti- og nuddstofunnar Laugar Spa og Aqua Spa.
- 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.
Egilshöll
Ert þú í 7. til 10. bekk og langar að komast í hörkuform, bæta úthald og styrkja líkamann?
Þá er Unglingahreysti klárlega námskeið fyrir þig!
Unglingahreysti er fyrir alla unglinga sem vilja ná góðum tökum á almennri líkamsrækt, fræðast um hollt mataræði, æfingar og heilsu. Tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilega uppbyggðir með æfingum fyrir alla helstu vöðvahópa líkamans. Tekið er á styrk, þoli og snerpu.
Innifalið í Unglingahreysti:
- 12 vikna námskeið.
- Lokaðir tímar 1 - 2 sinnum í viku
- Fræðsla um heilbrigt líferni og mataræði
- Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class. *
* Utan námskeiðs þurfa iðkendur yngri en 13 ára að vera í fylgd forráðamanna, t.d. í tækjasal og opnum tímum.