Tjarnarvellir
- Heilsurækt
- Tækjasalur
- Hóptímasalur
- Heitur salur
- Plate Loaded salur
- WorldFit
- Spinning salur
- Barnagæsla
- Heitur pottur
- Kaldur pottur
- Þurrgufa
- Infrared gufa
Mán - Fim
06:00-22:00
Fös
06:00-20:00
Lau
08:00-16:30
Sun
08:00-15:30
Athugið að húsið lokar 30 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.
Nánari upplýsingar
Einkaþjálfarar á Tjarnarvöllum
World Class Tjarnarvellir
World Class að Tjarnarvöllum 7 opnaði 26. janúar 2019.
Stöðin er 4200 fermetra fullútbúin heilsuræktarstöð í heimsgæðaflokki eins og stöðvar World Class eru þekktar fyrir. Stöðin inniheldur fullbúinn tækjasal með Life Fitness og Hammer Strength tækjum, hjólasal með 60 IC8 hjólum byggður upp á pöllum með led lýsingu, heitan hóptímasal með infrared hita í lofti og gólfi ásamt hita og rakatækjum fyrir Hot Yoga, hóptímasal og glæsilega barnagæslu.
Einnig er fullútbúinn salur þar sem enn betri aðstaða er til að stunda ólympískar- og kraftlyftingar og styrktar- og úthaldsþjálfun, svipaður Svarta boxinu okkar í Kringlunni.
Í stöðinni er stór heitur nuddpottur, kaldur pottur fyrir víxlböð og kæliþjálfun, infrarrauð sauna og þurrgufa sem er opin öllum korthöfum. Þar er hægt að opna út og njóta sólar og veðurblíðu á góðum dögum. Glæsileg granít- og marmaralistaverk eftir listamannin Sigurð Guðmundsson prýða anddyri stöðvarinnar og pottasvæði.