Karfan þín

*Athugið að húsið lokar 30 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.

World Class Selfossi er 700 m2 og var opnuð 2. janúar 2016.

Afgreiðsla og búningsaðstaða er í sama inngangi og í Sundhöll Selfoss. Gott aðgengi í laugina. Tækjasalurinn er vel búinn upphitunartækjum, lyftingatækjum og lausum lóðum. Í stöðinni eru upphitunartæki: hlaupabretti, skíðavélar, stigvélar og hjól. Öll tækin í tækjasalnum eru frá Life Fitness og Hammer Strength sem eru taldir vönduðustu framleiðendur á sínu sviði í heiminum í dag. Boðið er upp á þjónustu þjálfara í tækjasal viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Korthafar hafa aðgang að öllum opnum tímum skv. tímatöflu en svo eru einnig lokuð námskeið í boði sem og einkaþjálfun.

Stöðin inniheldur:

Spinningsal
Það eru fáar hreyfiaðferðir sem brenna jafn miklu og spinning. Spinning í World Class er byggt upp á skorpuþjálfun sem er frábær leið til þess að byggja upp aukið þol á skömmum tíma og brenna fullt af hitaeiningum. Kennt er Spinning.

Heitan sal
Heitur hóptímasalur með infrarauðum hita í lofti og gólfi ásamt hita og rakatækjum. Kennt er: Infrared Hot Yoga, Infrared Yin Yoga & Hot Core
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í infrarauðum sal og hvað infrarauður hiti getur gert fyrir okkur:

- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðrásina og umbrot (eykur þannig bruna líkamans)
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Lækkar blóðþrýsting
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð.
- Infrarauður hiti styður við önnur meðferðarúrræði.

Hóptímasal
Fjöldi hóptíma er í boði á Selfossi: Ketilbjöllur, HádegispúlStyrktarþjálfun Þol og styrkur

Korthafar hafa aðgang að öllum 18 stöðvum World Class ásamt aðgangi að 8 sundlaugum (Árbæjarlaug, Laugardalslaug, Seltjarnarneslaug, Lágafellslaug, Breiðholtslaug, Sundhöll Selfoss, Sundlaugin Hellu & Sundlaug Akureyrar).

 


EINKAÞJÁLFARAR í WORLD CLASS SELFOSSI

 

Aníta Rós Aradóttir

anita@fitlif.is

Bjarki Briem Birgisson

thjalfun.bjarki@gmail.com

8418287

Elmar Eysteinsson

elmar@fitlif.is

*Athugið að húsið lokar 30 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar