
*Athugið að húsið lokar 30 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.
World Class Seltjarnarnesi er 2.000 m2 og var opnuð í janúar 2008.
Tækjasalurinn er vel búinn upphitunartækjum, lyftingatækjum og lausum lóðum. Í stöðinni eru upphitunartæki: hlaupabretti, skíðavélar, stigvélar og hjól. Öll tækin í tækjasalnum eru frá Life Fitness og Hammer Strength sem eru taldir vönduðustu framleiðendur á sínu sviði í heiminum í dag. Í salnum er pallur fyrir ólympískar lyftingar. Boðið er upp á þjónustu þjálfara í tækjasal viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Korthafar hafa aðgang að öllum opnum tímum skv. tímatöflu en svo eru einnig lokuð námskeið í boði sem og einkaþjálfun.
Stöðin inniheldur:
Hjólasal
Það eru fáar hreyfiaðferðir sem brenna jafn miklu og hjól. Í CBC er hjólað eftir púls og wöttum sem segja til um hver hámarksgeta er. Kennt er Hjólatími.
Hot Yoga sal
Upphitaður salur helst í 37°C. Kennt er: Hot Fit, Hot Yoga & Jóga
Hóptímasali
Fjöldi hóptíma er í boði á Seltjarnarnesi: Buttlift, Hressingarleikfimi, Morgunþrek, Tabata, Zumba og þeir sem eru taldir upp hér fyrir ofan.
Dansstúdíó World Class
Dansstúdíóið býður upp á dans fyrir krakka á öllum aldri.
Betri stofu
Betri stofan býður uppá rólegt umhverfi þar sem tilvalið er að slaka á. Þar er að finna þrjár misheitar blaut- og þurrgufur. Róandi tónlist og hitinn gera stemninguna ómetanlega. Betri stofan er í boði fyrir Betri stofu korthafa en þeir hafa aðgang að Betri stofunni í Laugum og á Seltjarnarnesi. Hægt er að hafa einungis aðgang að Betri stofunni á Seltjarnarnesi.
Korthafar hafa aðgang að öllum 18 stöðvum World Class ásamt aðgangi að 8 sundlaugum (Árbæjarlaug, Laugardalslaug, Seltjarnarneslaug, Lágafellslaug, Breiðholtslaug, Sundhöll Selfoss, Sundlaugin Hellu & Sundlaug Akureyrar).
EINKAÞJÁLFARAR Í WORLD CLASS SELTJARNARNESI

Eggert Rafn Einarsson
sersnidin@gmail.com

Guðlaug Jónsdóttir
gudlaug.jonsdottir@gmail.com

Guðmundur Emil Jóhannsson
thjalfun.gummiemil@gmail.com

Ingimundur Björgvinsson
ingimundur9@icloud.com

Kolfinna Birgisdóttir
kolfinna85@gmail.com

Laimutis Vaiciulis
lemongym@gmail.com

Larysa Kovalska
larusakovalska@gmail.com

Nanna Guðbergsdóttir
nanna@worldclass.is

Stefán Bjarki Sturluson
stefanbjarki@gmail.com

Ásmundur Kr. Símonarson
asisport@simnet.is
*Athugið að húsið lokar 30 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.