Karfan þín

*Athugið að húsið lokar 30 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.

Átak heilsurækt við Skólastíg opnaði í janúar 2010 og var keypt af World Class í janúar 2018. Þar er boðið upp á stóran tækjasal með miklu úrvali af líkamsræktartækjum ásamt lóðum, boltum, TRX, bjöllum, Bosu og öllu því sem þarf til þess að geta æft markvisst. Tveir góðir þolfimisalir eru á Skólastíg og bjóðum við bæði upp á opna tíma og lokuð námskeið þar.

Stöðin inniheldur:

Spinningsal
Það eru fáar hreyfiaðferðir sem brenna jafn miklu og spinning. Spinning í World Class er byggt upp á skorpuþjálfun sem er frábær leið til þess að byggja upp aukið þol á skömmum tíma og brenna fullt af hitaeiningum. Kennt er Spinning.

Heitan sal
Heitur hóptímasalur með infrared hita í lofti ásamt hita og rakatækjum. Kennt er m.a. Infrared Hot Core, Infrared Hot Fit & Infrared Warm Yoga
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í infrarauðum sal og hvað infrarauður hiti getur gert fyrir okkur:

- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðrásina og umbrot (eykur þannig bruna líkamans)
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Lækkar blóðþrýsting
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð.
- Infrarauður hiti styður við önnur meðferðarúrræði.

WorldFit sal
Fullútbúinn salur þar sem betri aðstaða er til að stunda ólympískar- og kraftlyftingar og styrktar- og úthaldsþjálfun. Þar fer fram WorldFit þjálfun og er aðstaðan einungis fyrir meðlimi WF. Nánari upplýsingar í afgreiðslu og á www.worldfit.is.

Aðgangur í Sundlaug Akureyrar er í gegnum búningsklefa World Class á Skólastíg og gildir aðgangurinn því einungis þegar opið er í World Class (og í lauginni). 

Korthafar hafa aðgang að öllum 18 stöðvum World Class ásamt aðgangi að 8 sundlaugum (Árbæjarlaug, Laugardalslaug, Seltjarnarneslaug, Lágafellslaug, Breiðholtslaug, Sundhöll Selfoss, Sundlaugin Hellu & Sundlaug Akureyrar).Gunnar Stefán Pétursson

gspthjalfun@gmail.com

6645929

Sólveig Erla Valgeirsdóttir

solveigvalgeirs@gmail.com

821 6332

*Athugið að húsið lokar 30 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar