Karfan þín

*Athugið að húsið lokar 30 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.

World Class að Tjarnarvöllum 7 opnaði 26. janúar 2019.

Stöðin er 4200 fermetra fullútbúin heilsuræktarstöð í heimsgæðaflokki eins og stöðvar World Class eru þekktar fyrir. Stöðin inniheldur fullbúinn tækjasal með Life Fitness og Hammer Strength tækjum, hjólasal með 60 IC8 hjólum byggður upp á pöllum með led lýsingu, heitan hóptímasal með infrared hita í lofti og gólfi ásamt hita og rakatækjum fyrir Hot Yoga, hóptímasal og glæsilega barnagæslu. Einnig er fullútbúinn salur þar sem enn betri aðstaða er til að stunda ólympískar- og kraftlyftingar og styrktar- og úthaldsþjálfun, svipaður Svarta boxinu okkar í Kringlunni. Á efri hæð er glæsileg æfinga aðstaða fyrir blandaðar bardagaíþróttir. Í stöðinni er stór heitur nuddpottur, kaldur pottur fyrir víxlböð og kæliþjálfun, infrarrauð sauna og þurrgufa sem er opin öllum korthöfum. Þar er hægt að opna út og njóta sólar og veðurblíðu á góðum dögum. Glæsileg granít- og marmaralistaverk eftir listamannin Sigurð Guðmundsson prýða anddyri stöðvarinnar og pottasvæði.

Stöðin inniheldur:

Hjólasal
Það eru fáar hreyfiaðferðir sem brenna jafn miklu og hjól. Í CBC er hjólað eftir púls og wöttum sem segja til um hver hámarksgeta er. Kennt er Hjólatími.

Heitan sal
Heitur hóptímasalur með infrarauðum hita í lofti og gólfi ásamt hita og rakatækjum. Kennt er: Infrared Hot Fit, Infrared Hot Yoga, Infrared Yin Yoga & Infrared Teygjur og Foam Flex.
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í infrarauðum sal og hvað infrarauður hiti getur gert fyrir okkur:

- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðrásina og umbrot (eykur þannig bruna líkamans)
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Lækkar blóðþrýsting
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð.
- Infrarauður hiti styður við önnur meðferðarúrræði.

Hóptímasal
Fjöldi hóptíma er í boði á Tjarnarvöllum: TabataZumba og þeir sem eru taldir upp hér fyrir ofan.

WorldFit sal
Fullútbúinn salur þar sem betri aðstaða er til að stunda ólympískar- og kraftlyftingar og styrktar- og úthaldsþjálfun. Sjá nánar hér.

MMA sal
Heimsklassa aðstaða til þess að æfa bardagaíþróttir. Sjá nánar hér.

Barnagæslu
Barnagæslan er björt og rúmgóð og tekur vel á móti börnunum.

Korthafar hafa aðgang að öllum 18 stöðvum World Class ásamt aðgangi að 8 sundlaugum (Árbæjarlaug, Laugardalslaug, Seltjarnarneslaug, Lágafellslaug, Breiðholtslaug, Sundhöll Selfoss, Sundlaugin Hellu & Sundlaug Akureyrar).

EINKAÞJÁLFARAR Í WORLD CLASS TJARNARVÖLLUM

Atli Steinn Ívarsson

thjalfun.atli@gmail.com

6930351

Eggert Rafn Einarsson

sersnidin@gmail.com

666 9999

Helga Guðmundsdóttir

helgacfh0805@gmail.com

659 9599

Helga Kristín Ólafsdóttir

helgakrolafs@gmail.com

Kolfinna Birgisdóttir

kolfinna85@gmail.com

6918550

Sara Jóns Ásgeirsdóttir

sja.thjalfun@gmail.com

8668825

Veronika Čaplová

personaltrainerveri@gmail.com

Aron Freyr Arnarson

aronfreyr01@gmail.com

6927190

*Athugið að húsið lokar 30 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar