Karfan þín

*Athugið að tækjasalur og pottasvæði lokar 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.

World Class að Tjarnarvöllum 7 opnaði 26. janúar 2019.

Stöðin er 2400 fermetra fullútbúin heilsuræktarstöð í heimsgæðaflokki eins og stöðvar World Class eru þekktar fyrir. Stöðin inniheldur fullbúinn tækjasal með Life Fitness og Hammer Strength tækjum, hjólasal með 60 IC8 hjólum byggður upp á pöllum með led lýsingu, heitan hóptímasal með infrared hita í lofti og gólfi ásamt hita og rakatækjum fyrir Hot Yoga, hóptímasal og glæsilega barnagæslu. Þá verður í stöðinni stór heitur nuddpottur, kaldur pottur fyrir víxlböð og kæliþjálfun, infrared sauna og þurrgufa sem er opin öllum korthöfum. Þar verður hægt að opna út og njóta sólar og veðurblíðu á góðum dögum. Glæsileg granít- og marmaralistaverk eftir listamannin Sigurð Guðmundsson prýða anddyri stöðvarinnar og pottasvæði.

Við opnun var einungis helmingur húsnæðisins tekinn í notkun en haldið verður áfram að byggja hinn helminginn sem opnar í lok árs 2019. Þar verður fullútbúinn salur þar sem enn betri aðstaða verður til að stunda ólympískar- og kraftlyftingar og styrktar- og úthaldsþjálfun, svipaður Svarta boxinu okkar í Kringlunni.

Stöðin inniheldur:

  • Hjólasal

Það eru fáar hreyfiaðferðir sem brenna jafn miklu og hjól. Í CBC er hjólað eftir púls og wöttum sem segja til um hver hámarksgeta er. Kennt er CBC hjólatími.

  • Heitur salur

Heitur hóptímasalur með infrared hita í lofti og gólfi ásamt hita og rakatækjum. Kennt er: Hot FitHot YogaYin Yoga & Hot Core.

  • Hóptímasalur

Fjöldi hóptíma er í boði á Tjarnarvöllum: Buttlift, TabataZumba, Foamflex og þeir sem eru taldir upp hér fyrir ofan.

Korthafar hafa aðgang að öllum 15 stöðvum World Class ásamt aðgangi að 7 sundlaugum (Árbæjarlaug, Laugardalslaug, Seltjarnarneslaug, Lágafellslaug, Breiðholtslaug, Sundhöll Selfoss & Sundlaug Akureyrar).

EINKAÞJÁLFARAR Í WORLD CLASS TJARNARVÖLLUM

David Alexander

dalexander.wc@gmail.com

615 1901

Eggert Rafn Einarsson

sersnidin@gmail.com

666 9999

Gunnar Stefán Pétursson

gspthjalfun@gmail.com

6645929

Natalía Blær Maríudóttir

nataliablaer3003@gmail.com

699 6111

*Athugið að tækjasalur og pottasvæði lokar 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar