Aníta Rós Aradóttir
Menntun og reynsla:
- Stúdent af íþróttabraut
- B.s. íþrótta- og heilsufræðingur
- Bootcamp þjálfararéttindi
- Triggerpunktanámskeið 1. og 2. 2016
- Bikarmeistari í módelfitness og Overallmeistari 2015, Íslandsmeistari í módelfitness og Overallmeistari 2017.
- Fyrrum þrekmótakeppandi
Þjálfun:
Tek að mér einka- og hópaþjálfun í tækjasal fyrir fjölbreyttan hóp einstaklinga. Ungir sem aldnir og byrjendur jafnt sem lengra komnir.
Áhugamál:
Þau liggja einna helst í öllu sem tengist Fitness, íþróttum, hreyfingu, útiveru, heilsu og heilbrigði. Lyftingarnar standa þar hiklaust upp úr.
Uppáhalds matur:
Afrísk baka á Saffran, Hunangs-chilikjúllinn á Seylon og auðvitað jólamaturinn hennar mömmu.
Uppáhalds tónlist:
Hún er á öllum skalanum, sú er uppáhalds sem fær mig til að iða í skinninu að dansa, hlaupa, hoppa eða lyfta þungum lóðum. Ég er hiklaust rapphundur þegar ég æfi sjálf.
Guilty pleasures:
Úff fröken nautnaseggur á hér erfitt með að velja en ég ætla að segja annaðhvort Toblerone ískakan hennar tengdamömmu eða einn vel karmellaður Refur, úttroðin af sælgæti úr ísbúð Huppu *slef*
Nánari upplýsingar á www.fitlif.is