Mynd af Teitur Arason
Til baka í einkaþjálfara

Teitur Arason

Menntun:

  • BSc í Íþróttafræði HR - 2016.

Sérsvið: 
Tek að mér þjálfun sem leggur áherslu á vöðvauppbyggingu, fitubrennslu, styrktaraukningu, sprengikraftsþjálfun eða einfaldlega almenna líkamsrækt í þeim tilgangi að auka bæði andlega og líkamlega vellíðan. Ég tek einnig að mér styrktarþjálfun íþróttamanna og þá helst í fótbolta, körfubolta og handbolta ásamt því að þjálfa keppendur í fitness og vaxtarrækt.

Ég er þrefaldur bikarmeistari í fitness.

Ég legg einnig mikla áherslu á fjölbreyttar og markvissar æfingar ásamt markmiðasetningu einstaklinga, bæði skammtíma- og langtímamarkmið.