Mynd af Víðir Þór Þrastarson
Til baka í einkaþjálfara

Víðir Þór Þrastarson

Menntun:

  • Íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands, 2008 - 2011
  • Heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands, 2003 - 2006
  • Stúdent af íþróttabraut Fsu, 1996 - 2000

Er einnig með:

  • Almenn kennsluréttindi
  • Réttindi sem leiðbeinandi í skyndihjálp
  • Próf í Bodypump og RPM spinning frá Les Mills
  • Dómarapróf í fótbolta og í badminton
  • Stig 3 í reiki heilun

Ég sérhæfi mig í heildrænni einkaþjálfun. Ég legg upp með að hjálpa fólki að uppfæra lífstílinn. Að gera hreyfingu sem hluta af daglegu lífi, vinn með heilsusamlegt mataræði, streitustjórnun og fleira. Ég vil efla vitund fólks um líkamlegt og andlegt heilbrigði

Ferlið:

  • Byrjað er á ítarlegu viðtali.
  • Þá eru gerðar fjölbreyttar mælingar og prófanir til að sjá stöðu mála, m.a þol, liðleika og styrktarpróf, blóðsykur, blóðþrýstingur og súrefnismettun.
  • Út frá niðurstöðum verður unnin markmiðasetning og æfingaáætlanir unnar út frá settum markmiðum.
  • Einnig verður lögð fyrir könnum um mataræði og matar- og æfingadagbók síðan unnin.
  • Vinn mikið með mataræði og ráðlegg fæðubótarefni sem hluta af heilbrigðum lífsstíl.
  • Legg upp með að hafa ferlið einfalt, markvisst og hvetjandi.

Fleira í boði:

Ég sérhæfi mig m.a í teygjun sem hluta af einkaþjálfun, met liðleikaástandið, teygji á öllum helstu vöðvum og kenni teygjur. Ég hef mikinn áhuga á og hef náð góðum árangri með þar til gerðum æfingum til að vinna gegn þunglyndi og kvíða hjá fólki. (Endilega senda mér línu til að forvitnast um málið). Ég er einnig heildrænn meðhöndlari og notast við hnykkingar, nudd og nálastungur og hægt er að fá sér tíma í því.