
Laugar Spa
Akureyri
Snyrti- og nuddstofa
Laugar Spa Akureyri býður upp á úrval snyrti- og nuddmeðferða. Allir þeir sem koma tímanlega í meðferð að slaka á í notalegu hvíldarrými, fá fótabað, te eða kaffi og hita á axlir. Einnig hafa viðskiptavinir Laugar Spa Akureyri aðgang að gufu, köldu kari og heitum potti sem staðsettur er á besta stað í bænum, á þaki hússins með yndislegu útsýni yfir pollinn og inn Eyjafjörð.

Gjafabréf
Hér er hægt að skoða og versla gjafabréf í þær meðferðir sem Laugar Spa Akureyri hefur upp á að bjóða.
Vinsamlegast athugið að munur getur verið á milli þeirra meðferða sem í boði eru í Reykjavík og á Akureyri. Ef meðferðin sem gefin er upp á gjafabréfinu er ekki í boði á þeirri stofu sem fyrir valinu verður þá geta viðskiptavinir valið aðra sambærilega meðferð að andvirði þeirrar upphæðar sem greidd var fyrir gjafabréfið.