Laugar Spa Organic Skincare verslun
Við kynnum með stolti fyrstu verslun Laugar Spa Organic Skincare.
Það eru smekklegu HAF hjónin Karitas og Hafsteinn sem eiga heiðurinn af hönnun verslunarinnar sem stendur á besta stað í Kringlunni, við hlið World Class við inngang gömlu borgar Kringlunnar.
,,Við hönnunina á rýminu vorum við innblásin af ríkulegum og klassískum arkitektúr sem tekur okkur aftur til Milano og París. Rýmið á að endurspegla gæði vörulínunnar og á upplifunin að vera eins og að koma inn á SPA á fínu hóteli. Þess vegna lá efnisvalið nokkuð augljóst fyrir, þar sem Nero Marquina marmari og burstað brass eru allsráðandi.”
Um Laugar Spa Organic Skincare
Laugar Spa Organic Skincare vörurnar eru lífrænar, hreinar og náttúrulegar til þess að fullkomna áhrif og hámarka vellíðan húðarinnar. Allar vörurnar eru unisex, hentar öllum kynum. Vörurnar eru unnar að mestu úr lífrænu grænmeti, ávöxtum og jurtum og er handunnin frá a til ö, sem þýðir að engar vélar komast í tæri við kremin. Laugar Spa línan er án allra kemískra aukaefna og ekki prófaðar á dýrum.
Tvær Ljómandi fyrir andlitið
Face C-vitamin Booster - Glow drops
Einstök virkni af hreinu náttúrulegu C- vítamíni.Collagen booster, dregur úr öldrun húðar, andoxunarefni (súrefni), vinnur á dökkum blettum, jafnar húðlitinn, dregur úr fínum línum.
NánarFACE E-Vitamin Booster - Glow drops
Fyrirbyggjandi gegn öldrun húðar og gefur húðinni extra næringu. E- vítamín droparnir eru hugsaðir sem viðbótar meðferð með því að setja 2-3 dropa út í krem eða serum. E- vítamín virknin í þessari einstöku formúlu er unnin úr Tocopherols úr Sun flower olíu, sem er einmitt talin innihalda mesta hreina E-vítamín virkni sem hægt er að fá bæði í inntöku og í áburð.
NánarIlmir
FLONI - Eau de Parfum
Floni Eau De Parfum er samstarfsververkefni milli tónlistarmannsins Flona og Laugar Spa sem unnið hefur verið síðasta eina og hálfa árið.
Útgangspunktur Flona þegar hann ímyndaði sér ilminn voru m.a. ýkt mótvægi dimmra vetrarnótta vs. falleg sumarkvöld og rómantík skemmtanalífsins vs látlausar samkomur, fullur af mystík, spennu, kynþokka og frelsi líkt og tónlist hans er. Ilm-nóturnar eru samblanda af krydduðum og sætum nótum eins og kardimommu, patchouli, greipaldin og frosnu lavender sem mynda saman mjög fókuseraðan og dulkenndan ilm.
Floni Eau De Parfum er nútíma "rakspíri" fyrir öll kyn og aldur.
Skoða nánar
ROYAL - Eau de Parfum
ROYAL ilmurinn minnir á mið austurlönd og austurlönd fjær. Þessi algjörlega einstaki UNISEX ilmur er fullkominn fyrir þá sem vilja sterka kryddaða tóna og ákveðinn ilm. Ilm sem sker sig algjörlega úr.
ROYAL ómótstæðileg blanda margra ilmnóta, sem sameinast fullkomlega og gerir þetta ilmvatn algjörlega einstakt.
ROYAL geislar af sjálfstrausti. Þetta er ilmur þeirra sem þora. Þetta er ilmur leiðtogans.
Skoða nánar
KASMÍR - Eau de Parfum
KASMÍR er ferskur og léttur UNISEX ilmur, en er í senn ögrandi og seiðandi.
KASMÍR er ilmur þeirra sjálfstæðu sterku einstaklinga sem vita hvað þeir vilja.
Helstu nótur, meðal annars: Damascus, Kasmír, Vanilla, Lili of the Valley, Patchouli, Tonka Beans, Violet leaf.
Varan er ekki prófuð á dýrum.
Skoða nánar
BODY Signature Fragrance - Unisex
BODY Signature Fragrance Vanilla Patchouli er sprey í cologne styrk. Þetta er einstaklega góður ilmur fyrir bæði kyn (unisex).
Patchouli er seiðandi kryddaður ilmur, með viðbættum vanillu keimi, sem mýkir hann. Útkoman er í senn seiðandi og sexý.
Varan er ekki prófuð á dýrum.
Skoða nánar